The puffin run 2023

Drykkjastöðvar eru eftir 5km, 10km, 15km og við marklínu

Hlaupaleiðin

Hlaupið er frá Nausthamarsbryggju framhjá FES og út Ægisgötu og Tangagötu. Inn á Skipasand og þaðan niður á Friðarhafnarbryggju. Norður fyrir N1, framhjá Spröngunni, upp Hlíðarveg og inn í Herjólfsdal. Hlaupið er hringinn í kringum Tjörnina. Þaðan er hlaupið framhjá Kaplagjótu, Mormónapolli og til suðurs með Hamrinum. Upp á Breiðabakka þaðan sem farið er niður í fjöruna Klauf og Höfðavík. Hlaupið er með brún Stórhöfða að norðan að lundaskoðunarhúsi. Hlaupið meðfram og í lundabyggðinni vestur og allan hringinn um Stórhöfða og þaðan yfir eiðið milli Klaufar og Brimurðar. Beygt inn Kinn og hlaupið meðfram Sæfelli út veginn og síðan beygt til austurs og farið meðfram flugbraut og út fyrir flugbrautarenda að austan. Þaðan niður með brúninni og með henni þar til að komið er inn á slóða. Hlaupið á Slóðanum að Eldfelli og farið framhjá Páskahelli. Farið meðfram Eldfelli að austan að krossinum inn við Eldfellsgýg. Síðan er hlaupið á malarveginum á Nýja hrauninu til  norðurs niður að gatnamótum, þá er beygt til austurs og hlaupið stutta vegalengd á veginum. Niður á útsýnispall hjá Viðlagafjöru, þar sem útsýni er að Bjarnarey, Elliðaey og Eyjafjallajökli. Frá honum er farið áfram til norðurs og farið grýtta leið meðfram Gjábakkafjöru sem endar upp á útsýnispalli móts við Klettshelli. Hlaupið er þaðan niður í Skansfjöru framhjá Stafkirkjunni og Landlyst þar sem hringnum er lokað.

Vestmannaeyjar eru stærsta lundabyggð í heimi og er tímasetning hlaupsins í ár miðuð við að lundinn sé sestur upp í björgin. Hluti leiðarinnar er meðfram lundabyggð.

km
drykkjastöðvar
Þátttakendur
+
Sjálfboðaliðar
+