Gleðin skein úr hverju andliti Í The Puffin Run sem fór fram í sól og blíðu. Alls tóku rúmlega þrettánhundruð hlauparar þátt þar á meðal tvöhundruð erlendir keppendur.
Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands ræsti keppendur auk þess að taka þátt sjálfur. 80 hlauparar voru ræstir í einu á mínútu fresti.
200 mannns störfuðu við hlaupið, sem er einn stærsti íþróttaviðburður sem hefur farið fram í Vestmannaeyjum.
Fyrstur í mark í karlaflokki var Arnar Pétursson á tímanum 1:17:13 og bætti þar með brautarmetið, sem hann sjálfur átti.
Fyrst í kvennaflokki var Andrea Kolbeinsdóttir sem fór hringinn á 1:27:52